Passamyndir

Passamyndir í öll persónuskilríki
Passamynd                                                                4.900

Passamynd fyrir ökuskírteini og bankakort

  • 4 eins útprentaðar passamyndir – 35x45mm.

(Rafræn útgáfa send í tölvupósti + 1.000kr.)

 

Passamynd  fyrir íslensk vegabréf                   4.900

Myndir fyrir vegabréf lúta vissum reglum. Viðkomandi þarf að snúa beint fram svo sjáist í bæði eyrun og það má ekki brosa svo sjáist í tennur. Myndin þarf að koma beint frá ljósmyndara á rafrænu formi. Á skrifstofu sýslumanns þar sem þarf að sækja um vegabréfið eru teknar myndir fyrir kerfið hjá þeim en myndin sem ég sendi fer í vegabréfið (muna bara að láta þau vita að ég hafi sent þeim mynd sem þið viljið nota.)

  • 1 passamynd fyrir vegabréf í tölvutæku formi – 600 x 800px.
  • Ég sendi myndina  í tölvupósti til viðskiptavinar og sýslumanns.

(útprentaðar passamyndir – 4stk. 35x45mm. + 1.000kr.)

 

Passamynd  fyrir erlent vegabréf eða VISA áritun               4.900

Mjög misjafnar kröfur eru gerðar til ljósmynda fyrir erlend vegabréf og visaáritanir.
Vinsamlega verið búin að kynna ykkur þær reglur sem eiga við hjá ykkar ferðalögum.

  • Útprentun á myndum í réttri stærð

(Rafræn útgáfa send í tölvupósti + 1.000kr.)

 

Mynd fyrir ferilskrá, prófílmynd og fl.                                8.500

Mynd  til að eiga fyrir ýmis tækifæri, t.d. í ferilskrá, sem prófílmynd á samskiptavefina eða starfsumsóknir. Meira frjálsræði með uppstillingu og lýsingu þar sem passamyndaformið fyrir vegabréf er frekar stíft.

  • 1 mynd í tölvutæku formi –  (hægt að fá myndina svarthvíta)
  • Ég sendi myndina  í tölvupósti til viðskiptavinar

(Hægt að fá útprentað sem passamyndir – 4stk. 35x45mm. + 1.000kr.)

Panta þarf tíma í passamyndatöku í síma 699-6393.